Körfubolti

Vandræðaleg troðslutilraun samherja Kristófers | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Vantar aðeins upp á.
Vantar aðeins upp á. mynd/skjáskot
Kristófer Acox og félagar hans í liði Furman-háskólans fengu vænan rassskell gegn stórveldinu Duke í bandarísku háskólakörfunni í nótt.

Kristófer nýtti tækifærið vel í einni frægustu íþróttahöll Bandaríkjanna, en hann spilaði flestar mínútur fyrir Furman, tók flest fráköst og stal flestum bolum.

Hann gaf eina stoðsendingu í leiknum, en þær hefðu orðið tvær ef liðsfélagi hans, Stephen Croone, gæti troðið í körfuna.

Eftir rúmar sex mínútur í seinni hálfleik tók Kristófer eitt af fimm fráköstum sínum í leiknum og kastaði boltanum fram á Croone sem var aleinn í hraðaupphlaupi.

Hann ætlaði sér að troða en það heppnaðist nú ekki alveg. Ekki bara náði Croone ekki að troða heldur fékk hann tvö tækifæri til viðbótar til að skora án árangurs.

Þessi tilþrif Croone má sjá í stuttum samantektarpakka úr leiknum á vef ESPN. Atvikið kemur eftir 40 sekúndur.


Tengdar fréttir

Duke fór illa með Kristófer og félaga í nótt

Kristófer Acox var frákastahæstur og með flesta stolna bolta hjá Furman þegar liðið steinlá á móti Duke í nótt í bandaríska háskólaboltanum en leikurinn fór fram í hinni þekktu höll Cameron Indoor Stadium í Durham í Norður-Karólínufylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×