Enski boltinn

Van Persie vill vera klár fyrir EM 2016

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Robin van Persie líst illa á að setjast á bekkinn.
Robin van Persie líst illa á að setjast á bekkinn. vísir/getty
Robin van Persie, framherji Manchester United, segist óviss um framtíð sína hjá félaginu.

Miklar líkur eru á að Van Persie, sem var allt í öllu hjá liðinu fyrir tveimur árum þegar það vann Englandsmeistaratitilinn, verði í aukahluterki á næstu leiktíð.

Hann hefur áhyggjur af því þar sem hann vill vera í leikformi og klár í slaginn fyrir Evrópumótið í Frakklandi 2016.

„Ég verð að meta stöðuna. Félagið verður að gera það sama. Ég verð virkilega að íhuga hvað ég vil gera,“ segir Van Persie.

„Í versta falli spila ég ekki mikið og verð þá ekki í góðri stöðu fyrir EM 2016.“

„Þetta er skrítin og erfið staða. Líka alveg ný staða fyrir mig verð ég að segja. Ég verð að hugsa á raunsæan hátt því það er mitt markmið að spila reglulega næstu árin,“ segir Robin van Persie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×