Fótbolti

Van Persie: Höfum sýnt mikinn karakter

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Robin Van Persie er fullviss um að hollenska liðið muni vinna Heimsmeistaramótið í ár en Holland mætir Argentínu í undanúrslitum í dag.

Holland hefur þrisvar komist í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins en aldrei tekist að vinna mótið sjálft. Hefur Holland tapað fyrir Vestur-Þýskalandi árið 1974, Argentínu 1978 og loks Spáni 2014 í úrslitaleiknum.

 

„Það tala margir um að við einfaldlega getum ekki unnið úrslitaleik Heimsmeistaramótsins og að þetta sé orðið sálrænt en við erum ákveðnir í að vinna mótið í ár. Við höfum sýnt mikinn karakter þegar við höfum lent undir í mótinu og alltaf náð að snúa því okkur í hag.“

Van Persie sem verður 31 árs á árinu er fyrirliði liðsins en gæti verið að leika sitt síðasta Heimsmeistaramót. Van Persie skoraði eitt af mörkum mótsins í 5-1 sigrinum á Spánverjum í fyrstu umferð mótsins.

„Ég er gríðarlega stoltur af því að leiða liðið í undanúrslit Heimsmeistaramótsins og hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni. Mótið er búið að vera frábært og ég mun aldrei gleyma markinu gegn Spánverjum. Það var flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum,“ sagði Van Persie.


Tengdar fréttir

Van Gaal: Börn munu ekki ná að sofna

Þjálfari hollenska liðsins skoraði á foreldra landsins að leyfa börnum sínum að horfa á leikinn þrátt fyrir að hann hefjist klukkan 10 um kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×