Enski boltinn

Van Gaal reiður út í fjölmiðla

Þjálfaradúóið hresst.
Þjálfaradúóið hresst. vísir/getty
Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, var ekki ánægður með að ensku fjölmiðlarnir skildu velta sér upp úr því hvort það væru vandræði á milli hans og aðstoðarmanns hans, Ryan Giggs.

Giggs virtist ekki hafa neinn áhuga á því að fagna sigurmarkinu gegn Newcastle á meðan Van Gaal fagnaði ógurlega. Töldu fjölmiðlarnir að Giggs væri í fýlu út í Van Gaal.

„Samband okkar er mjög slæmt. Ég vil endilega að þessir orðrómar haldi áfram," sagði Van Gaal kaldhæðnislega á blaðamannafundi en bætti svo við.

„Ég er mjög pirraður yfir þessari spurningu því allir ættu nú að sjá að samband okkar er mjög gott. Við vinnum vel og mikið saman. Ég vinn ekki bara með Ryan heldur öllu þjálfarateyminu. Svona fréttaflutningur pirrar mig."

Man. Utd mætir Arsenal næstkomandi mánudag í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×