Enski boltinn

Van Gaal ósáttur með skipulag undirbúningstímabilsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þrír góðir. Ryan Giggs, Louis Van Gaal og David Beckham.
Þrír góðir. Ryan Giggs, Louis Van Gaal og David Beckham. Vísir/Getty
Louis Van Gaal, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, er óánægður með fyrirkomulag undirbúningstímabilsins hjá félaginu í ár.

Van Gaal er ósáttur við hversu mikið liðið neyðist til þess að ferðast í Bandaríkjunum en liðið spilar gegn LA Galaxy í Pasedana áður en liðið leikur leiki í Denver, Washington og Detroit.

Markmiðið er að kynna félagið betur í Ameríku en Van Gaal er ósáttur við þessi miklu ferðalög.

„Það er ekki jákvætt að vera sífellt að fljúga langar vegalengdir sem skilar sér í flugþreytu. Það var búið að skipuleggja ferðina svo ég verð að sætta mig við það en ég vill skipuleggja þetta betur næst,“ sagði Van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×