Enski boltinn

Van Gaal ósáttur: Vantar stöðugleika í fjölmiðlaumfjöllun

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Van Gaal fylgist með leik Manchester United gegn Midtjylland í vikunni.
Van Gaal fylgist með leik Manchester United gegn Midtjylland í vikunni. Vísir/Getty
Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er ósáttur með umfjöllunina sem liðið fær á Englandi.

Segir hann fjölmiðlamenn einblína of mikið á að fjalla á dramatískan hátt um tapleikina liðsins miðað við umfjöllun blaðanna þegar keppinautar Manchester United tapa leikjum.

Manchester United tekur á móti Arsenal um helgina og getur unnið þriðja leikinn í röð í öllum keppnum í aðeins fjórða sinn á tímabilinu.

Þegar Van Gaal var spurður út í óstöðugleika liðsins benti hann á óstöðugleika í fjölmiðlaumfjölluninni.

„Í fótbolta þá vinnur, taparu eða geriru jafntefli en fjölmiðlaumfjöllin er allt of óstöðug. Ég kenni ekki fjölmiðlum um tapið gegn Sunderland en fjölmiðlarnir blésu það upp. Svo tapar Manchester City 1-5 gegn Chelsea og enginn segir neitt?“ sagði Van Gaal sem hélt áfram:

„Við höfum þurft að notast við varaliðið eins og Manchester City í þeim leik en ekki fengið neinn skell. Við höfum aðeins tapað einum leik stórt, gegn Arsenal 0-3 og þeir eru einfaldlega á öðru plani en við að mínu mati.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×