Fótbolti

Van Gaal niðurlægir blaðamann | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Manchester United tapaði í gær fyrir Liverpool, 2-0, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í gær.

Frammistaða United þótti slök í leiknum og hafa sérfræðingar keppst við að gefa álit sitt á liðinu sem hefur átt erfiða leiktíð undir stjórn Hollendingsins Louis van Gaal.

Sjá einnig: Scholes: United má ekki verða eins og Arsenal

Einn þeirra er Rio Ferdinand og bar blaðamaður skoðun hans undir Van Gaal á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Viðbrögð Van Gaal voru athyglisverð.

„Ég vil fyrst koma með athugasemd um hvort að það skiptir máli hvað Rio Ferdinand segir,“ sagði Van Gaal eftir að spurningin var borin upp. „Skiptir það þið miklu máli?“

„Það er bara vegna þess að hann er fyrrum leikmaður Manchester United ...“ sagði blaðamaðurinn áður en Van Gaal greip fram í fyrir honum.

Sjá einnig: Liverpool með yfirburði gegn Man. United | Sjáðu mörkin

„Nú, já. En þú lætur ekki þína eigin skoðun í ljós og notar skoðun Rio Ferdinand þess í stað. OK. Það er mjög sterkt af þér. Mjög sterkt.“

„Ég mun nú láta mína skoðun í ljós. Þú hefur notað skoðun annars manns til að bera spurninguna upp.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Van Gaal lendir uppi á kant við fjölmiðlamenn en það var mikið gert úr því þegar hann kallaði blaðamann feitan. Sjáðu ræðu Van Gaal frá því í gær hér fyrir neðan.

Sjá einnig: „Það er rétt Louis, ég er feitur“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×