ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 11:45

Verksmiđja United Silicon sú eina sem liggur undir grun

FRÉTTIR

Van Gaal međ Liverpool í vasanum

 
Enski boltinn
20:30 17. JANÚAR 2016
Loui van Gaal á Anfield í dag.
Loui van Gaal á Anfield í dag. VÍSIR/GETTY

Loui van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, líður greinilega vel gegn Liverpool en hann hefur stýrt United fjórum sinnum gegn liðinu í ensku úrvalsdeildinni og unnið alla leikina.

Í þessum fjórum leikjum hefur Manchester United skorað níu mörk og fengið á sig tvö. Manchester United vann Liverpool, 1-0, fyrr í dag og skoraði þá Wayne Rooney eina mark leiksins.

Í sigrunum tveimur hjá United á Liverpool á þessari leiktíð hafa leikmenn van Gaal skorað úr öllum skotunum fjórum sem ratað hafa á markið. Ótrúleg staðreynd en til upplýsinga þá eru skot í markrammann, eins og skalli Fellaini í slána í leiknum í dag, ekki talin til skota sem hitta á markið.

Mark Rooney var hans 176. mark fyrir United og sló hann þar með met Thierry Henry sem skoraði 175 mörk fyrir Arsenal. Rooney hefur nú skorað flest mörk fyrir eitt félag í ensku úrvalsdeildinni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Van Gaal međ Liverpool í vasanum
Fara efst