Enski boltinn

Van Gaal hefur engar áhyggjur af sóknarleiknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ég er með þetta. Slakið bara á segir Van Gaal.
Ég er með þetta. Slakið bara á segir Van Gaal. vísir/getty

Þó svo það gangi hvorki né reki hjá Man. Utd að skora mörk er stjóri liðsins, Louis van Gaal, pollrólegur.

Hann er nú að undirbúa lið sitt fyrir toppslag helgarinnar í enska boltanum er United sækir topplið Leicester heim í síðdegisleiknum á morgun.

Sjá einnig: Rooney lítur hræðilega út

United gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn PSV í Meistaradeildinni í vikunni og eina ferðina enn var sóknarleikur liðsins allt annað en sannfærandi.

„Ef við værum ekki að skapa færi þá væri ég áhyggjufullur. Við erum aftur á móti að skapa færi og gefum ekki mörg færi á okkur. Úrslitin eru venjulega góð hjá okkur," sagði Van Gaal en leikstíll hans hefur verið harðlega gagnrýndur upp á síðkastið af fyrrum leikmönnum liðsins.

„Varnarleikurinn er venjulega okkar styrkleiki. Við höfum sannað það oftar en einu sinni í vetur. Þess vegna erum við í öðru sæti deildarinnar og í öðru sæti okkar riðils í Meistaradeildinni."

Sjá einnig: Saga Vardy er lygileg en alveg fullkomlega sönn

Það er mikið til í því enda er United það lið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur fengið fæst mörk á sig. Aðeins níu í þrettán leikjum.

Það gæti breyst um helgina er liðið mætuir Jamie Vardy sem er búinn að skora í tíu leikjum í röð og jafna með því met Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmanns Man. Utd. Það met ætlar Vardy að eiga einn annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×