Fótbolti

Van Gaal fékk ómótstæðilegt tilboð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Louis Van Gaal var knattspyrnustjóri Manchester United frá 2014-2016.
Louis Van Gaal var knattspyrnustjóri Manchester United frá 2014-2016. Vísir/Getty
Louis van Gaal gæti verið að snúa aftur til vinnu sem knattspyrnustjóri, tveimur árum eftir að hann var rekinn frá Manchester United. Sky Sports greinir frá þessu í dag.

Hollendingurinn var við stjórnvöllinn á Old Trafford í tvö ár áður en hann var rekinn eftir að hafa unnið ensku bikarkeppnina með félaginu vorið 2016. Portúgalinn Jose Mourinho tók við starfinu og hefur haldið því síðan.

Van Gaal, sem er 66 ára, hefur ekki verið í stjórastöðu síðan þá og lét hafa eftir sér í desember að hann myndi ekki snúa aftur nema hann fengi atvinnutilboð frá einum af stærri félögum Englands og hann gæti hefnt sín á United, en hann hefur ítrekað talað um hversu slæma meðferð hann fékk frá félaginu.

Í viðtali við hollensku sjónvarpsstöðina Ziggo Sport sagði van Gaal að hann fengi enn helling af tilboðum og „nú hef ég fengið eitt sem ég get í raun ekki hafnað.“

Hann vildi ekki fara neitt nánar út í það hvaða tilboð það sé, en heimildarmenn Sky Sports í Hollandi segja það vera landsliðsþjálfarastöðu.

Van Gaal hefur áður þjálfað landslið, hann stýrði Hollendingum á HM 2014 þar sem liðið hreppti bronsverðlaun. Bæði Ítalir og Bandaríkjamenn eru á höttunum eftir nýjum landsliðsþjálfara.

Þá hefur einnig verið orðrómur um að van Gaal gæti tekið við Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton eða að hann verði eftirmaður Arsene Wenger hjá Arsenal. Bæði þessi félög hafa lengi talist á meðal topp félaga á Englandi og ættu því að uppfylla því skilyrði van Gaal.


Tengdar fréttir

Louis van Gaal til bjargar Hollendingum

Hollendingar eru enn að ná sér eftir að hafa tapað tvisvar fyrir Íslendingum í undankeppni EM 2016 en landsliðið er nú í hættu á að missa af öðru stórmótinu í röð.

Van Gaal um brottreksturinn: Var stunginn í bakið af félaginu

Hollenski knattspyrnustjórinn tjáði sig loksins um brottreksturinn frá Manchester United en honum fannst hann svikinn af félaginu og krafðist þess að félagið myndi greiða hvern þann aur sem hann átti inni hjá félaginu.

Van Gaal hættur að þjálfa

Hollenski fótboltaþjálfarinn Louis van Gaal þjálfar ei meir en hann stýrði síðast Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×