Enski boltinn

Van Gaal ætlar sér að vinna ensku úrvalsdeildina

Hið nýja og stjörnum prýdda lið Man. Utd sýndi klærnar gegn QPR í gær og stjórinn, Louis van Gaal, ætlar sér stóra hluti með liðið.

„Ég vil vinna ensku úrvalsdeildina. Ef ekki í ár þá næsta ár eða árið þar á eftir. Ég vil færa stuðningsmönnum titilinn," sagði Van Gaal eftir 4-0 sigurinn á QPR.

Hollenski stjórinn vann titilinn á sínu fyrsta ári með bæði Barcelona og Bayern München ætlar sér þó að minnsta kosti eitt af þrem efstu sætunum á Englandi á þessari leiktíð.

Sigurinn á QPR var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Van Gaal eftir brösuga byrjun þar sem United skoraði aðeins tvö mörk í fjórum leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×