Fótbolti

Van Gaal: Verra að tapa 7-1 en í vítaspyrnukeppni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, var beittur á blaðamannafundi eftir tap liðsins gegn Argentínu í undanúrslitum HM í kvöld.

Meðal annars sagðist hann hafa kennt Sergio Romero, markverði Argentínu, hvernig ætti að verjast vítaspyrnum. Romero varði tvær slíkar í vítaspyrnukeppninni í kvöld.

Holland mætir nú Brasilíu í leik um þriðja sæti keppninnar á laugardag. Van Gaal er ekki hrifinn af því. „Það ætti ekki að spila þennan leik. Það hef ég sagt í mörg ár. Það ætti bara að vera einn meistari,“ sagði Van Gaal meðal annars í kvöld.

Hann sagði einnig að hann hafi ekki getað sett Tim Krul inn á, líkt og hann gerði fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Kostaríku í 8-liða úrslitunum. „Ég var búinn að nota allar skiptingarnar mínar,“ benti hann einfaldlega á.

„Við spiluðum frábærlega í mótinu. Enginn átti von á að við kæmust áfram. En almennt er mér alveg sama um hvað fólki finnst um mig eða mitt lið.“

Brasilía féll úr leik í undanúrslitum í gær eftir 7-1 tap gegn Þýskalandi. Van Gaal er feginn að hafa ekki fengið slíka útreið í kvöld. „Ég held að þa ðsé verra að tapa 7-1 en að tapa í vítaspyrnukeppni.“


Tengdar fréttir

Vlaar: Ég var ekki stressaður

Ron Vlaar átti frábæran leik í hollensku vörninni en fór illa að ráði sínu í vítaspyrnukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×