Enski boltinn

Van Gaal: Þetta er búið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Gaal hefur unnið titil með öllum félagsliðum sem hann hefur stýrt.
Van Gaal hefur unnið titil með öllum félagsliðum sem hann hefur stýrt. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir.

Þegar Hollendingurinn yfirgaf hótelið sem United-liðið dvaldi á í London í morgun sagði hann við fréttamann Sky Sports: „Þetta er búið.“

Sjá einnig: BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir

Flest bendir til þess að José Mourinho verði kynntur til leiks sem næsti knattspyrnustjóri United í vikunni og taki þar með við af Van Gaal sem á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Van Gaal stýrði United til sigurs í ensku bikarkeppninni í gær en þetta er fyrsti titilinn sem félagið vinnur síðan Sir Alex Ferguson settist í helgan stein fyrir þremur árum.


Tengdar fréttir

Pardew baðst afsökunar á danssporunum

Knattspyrnustjóri Crystal Palace sagðist hafa leyft sér að njóta stundarinnar þegar Puncheon kom þeim yfir á Wembley en ákvað að biðjast afsökunar eftir leik.

Sér Pardew eftir þessum sporum? | Sjáðu dansinn

Knattspyrnustjóri Crystal Palace tók létt dansspor eftir að Jason Puncheon kom Crystal Palace yfir í úrslitum enska bikarsins í dag en það kom heldur betur í bakið á honum stuttu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×