Enski boltinn

Van Gaal: Það eru tíu menn meiddir hjá okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis Van Gaal og Angel Di Maria.
Louis Van Gaal og Angel Di Maria. Vísir/Getty
Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er að sjálfsögðu mjög sáttur með komu Angel Di Maria til United en Hollendingurinn er ekki eins kátur með stöðuna á leikmannahópi sínum.

Angel Di Maria er einn af fjórum nýjum leikmönnum Manchester United sem félagið borgaði stórar upphæðir fyrir í sumar en hinir þrír eru ekkert að fara spila um helgina samkvæmt Louis Van Gaal.

„Það eru tíu menn meiddir hjá okkur eða einum meira en í síðustu viku," sagði Louis Van Gaal á blaðamannafundinum þar sem Angel Di Maria var kynntur til leiks.

Van Gaal staðfesti á fundinum að Ander Herrera sé enn meiddur alveg eins og Luke Shaw og þá er Argentínumaðurinn Marcos Rojo enn að bíða eftir atvinnuleyfi.

Manchester United mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi og þar eiga stuðningsmenn Manchester United von á því að sjá Angel Di Maria klæðast sjöunni hjá United í fyrsta sinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×