Enski boltinn

Van Gaal: Meirihluti liðsins var að spila undir getu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Van Gaal var skiljanlega ósáttur með spilamennskuna í dag.
Van Gaal var skiljanlega ósáttur með spilamennskuna í dag. Vísir/getty
„Þegar þú byrjar jafn illa og við gerðum í dag þá vinnuru ekki marga leiki, við töpuðum öllum einvígunum inn á vellinum,“ sagði Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, svekktur eftir 0-3 tap gegn Arsenal í dag.

„Eins og ég talaði um er Arsenal með vel spilandi lið og við lokuðum ekki nægilega vel á þá. Þegar þú gefur Arsenal pláss þá geriru þér erfitt fyrir og við vorum skyndilega 2-0 undir í byrjun leiksins.“

Van Gaal sagðist ekki geta gagnrýnt neinn leikmann sem slíkan þegar allt liðið spilaði illa.

„Ég get ekki ekki bent á einhvern einstakling sem spilaði áberandi verst, meirihluti liðsins var að spila í takt við getu,“ sagði Van Gaal sem tók undir að spilamennska liðsins í byrjun hefði verið sú versta á ferli hans sem stjóri liðsins.

„Ég held það. Við náðum ekki upp okkar leik og Arsenal var mun betra liðið á vellinum og leikmenn liðsins voru mun grimmari.“

Van Gaal sagði að þrátt fyrir að andstæðingurinn hafi verið erfiður væri hann svekktur að vera ekki lengur í efsta sæti.

„Ég er tilfinningaríkur og þetta var svekkjandi. Við áttum ekki von á þessu enda vorum við í efsta sæti deildarinnar fyrir umferðina og vorum búnir að vinna fjóra leiki í röð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×