Enski boltinn

Van Gaal: Leicester getur unnið ensku úrvalsdeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Gaal brúnaþungur eftir markalaust jafntefli gegn PSV á heimavelli í vikunni.
Van Gaal brúnaþungur eftir markalaust jafntefli gegn PSV á heimavelli í vikunni. vísir/getty

Louis van Gaal, hinn litríki stjóri Manchester United, segir að Leicester eigi möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina, en þeir tróna á toppi deildarinnar eftir þrettán umferðir.

Liðin mætast á Old Trafford í dag, en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hann hefst klukkan 17:30 og er um toppslag að ræða þar sem liðin eru í tveimur efstu sætunum.

„Það er möguleiki á því, held ég,” sagði Hollendingurinn aðspurður um hvort það væri möguleiki á því að Refirnir gætu unnið deildina, en þeir eru stigi á undan United á toppnum.

Claudio Ranieri, stjóri Leicester, sagði á dögunum að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, væri djókari með að segja að Leicester gæti barist um titla á tímabilinu, en Van Gaal hefur trú á á að þeir gætu haldið uppteknum hætti.

„Venjulega geta þessi lið verið í baráttunni lengi, en undir lokin verður þetta erfitt. En á Englandi vegna gæða liðanna, útaf öll lið eiga pening til að kaupa leikmenn og þeir hafa keypt leikmenn. Gæðamunurinn í ensku úrvalsdeildinni á milli félaganna er ekki mikill.”

Jamie Vardy, sóknarmaður Leicester, hefur farið á kostum á tímabilinu, en hann er kominn með þrettán mörk í fyrstu þrettán leikjunum. Hann skoraði sitt fyrsta mark í 5-3 sigri Leicester á United í fyrra.

Hann jafnaði met Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherja United, í síðasta leik, en hann skoraði þá í tíunda leiknum í röð. Van Gaal er hrifinn af Vardy sem leikmanni.

„Hann er andstyggilegur leikmaður til þess að mæta. Hann var einnig andstyggilegur (e. nasty) leikmaður fyrir okkur að mæta á síðasta tímabili,” sagði van Gaal og hélt áfram að hrósa Vardy:

„Hann skorar, hann fiskar víti og hefur nú skorað tíu mörk í dag. Hann er frábær leikmaður og ég einungis veit um Dennis Bergkamp sem gerði það sama hjá Ajax. Það er ekki auðvelt að gera þetta,” sagði Louis van Gaal að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×