Enski boltinn

Van Gaal: Kaupi ekki leikmenn til einskis

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Van Gaal og Rooney á æfingu um daginn.
Van Gaal og Rooney á æfingu um daginn. Vísir/Getty
Louis Van Gaal hefur litlar áhyggjur af væntingunum sem gerðar eru til Manchester United á þessu tímabili. Van Gaal telur að reynsla sín muni hjálpa honum að ráða við væntingarnar.

Hollendingurinn hefur þegar þjálfað lið á borð við Barcelona, Bayern Munchen og Ajax en hann hefur náð árangri allstaðar sem hann hefur stigið niður fæti.

„Ég sagði ekki já strax þegar mér var boðið starfið enda voru mörg önnur tilboð á borðinu en ég ákvað að taka þessu vegna þess hversu mikil krafa er gerð um árangur hérna. Ég þrífst á pressunni, ég hef stjórnað stærstu klúbbum Hollands, Spánar og Þýskalands og ég gat ekki neitað Manchester United.“

Van Gaal hefur látið liðið leika 3-5-2 kerfið í fyrstu æfingarleikjum þess en hann náði góðum árangri með hollenska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu með kerfið.

„Ég valdi þetta kerfi til þess að koma fyrir öllum leikmönnunum sem ég vill hafa í liðinu. Robin Van Persie og Wayne Rooney geta spilað saman fremstir með Juan Mata í holunni. Wayne segist geta spilað í öllum stöðunum fremst á vellinum en ég vill hafa hann fremstan eða í holunni,“ sagði Van Gaal sem ætlar ekki að kaupa leikmenn bara til þess að eyða pening.

„Ég kaupi ekki leikmenn til einskis, ég kaupi leikmenn til að bæta úrvalið mitt. Ég þarf að vera viss um hvaða stöðu við þurfum að styrkja miðað við það leikkerfi sem við munum spila,“ sagði Van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×