Enski boltinn

Van Gaal: Giggs getur tekið við af mér | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giggs og Van Gaal ræðast við á bekknum hjá Manchester United.
Giggs og Van Gaal ræðast við á bekknum hjá Manchester United. Vísir/Getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, flutti stutta ræðu á góðgerðarsamkomu til heiðurs Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanns og núverandi aðstoðarþjálfara United síðastliðinn fimmtudag.

Upptaka af ræðu hollenska knattspyrnustjórans var birt á vefsíðu breska dagblaðsins The Telegraph. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Van Gaal hrósaði Giggs í hástert í ræðunni og sagði að það væri frábært hvernig hann leiðbeindi leikmönnum á æfingum. Hollendingurinn sagði jafnframt að Giggs væri enginn lærlingur - hann væri einn af þeim bestu sem hann hefði starfað með á löngum ferli.

„Ég hef séð marga lærlinga á mínum ferli og ég hélt að Giggs væri slíkur, en hann er ekki lærlingur, hann er undantekning. Ég hef umgengist marga lærlinga, en ég er mjög ánægður með hann því hann hefur sýnt að hann getur tjáð sig fyrir framan hóp af leikmönnum.“

Van Gaal bætti því við að Giggs væri hinn vænsti maður og endaði ræðuna á að segja að Walesverjinn gæti orðið eftirmaður sinn hjá Manchester United.


Tengdar fréttir

Ryan Giggs hættur

Ryan Giggs hefur spilað sinn síðasta knattspyrnuleik eftir glæsilegan feril með Manchester United.

Allir verða að segja sína skoðun á liðsfundum Van Gaal

Robin van Persie, hollenski framherjinn hjá Manchester United, er fullviss um það að vinnuaðferðir Louis van Gaal muni skila sér og það sé raunhæft fyrir United-liðið að ná fjórða sætinu á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×