Enski boltinn

Van Gaal: Erum með 13 menn á sjúkralista og Rooney er einn af þeim

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney verður frá næstu vikurnar.
Wayne Rooney verður frá næstu vikurnar. vísir/gety
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti á blaðamannafundi nú rétt í þessu að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, er meiddur eins og enskir miðlar voru búnir að greina frá.

„Við erum með þrettán menn á sjúkralista og Rooney er einn af þeim,“ sagði Van Gaal sem vildi ekki gefa upp hversu lengi er talið að Rooney verði frá keppni.

Enskir miðlar halda því fram að Rooney verði frá í allt að tvo mánuði sem er mikið áfall fyrir United. Fyrirliðinn er búinn að skora sjö mörk í níu leikjum á árinu.

„Það er ómögulegt að segja til um hversu lengi hann verður frá keppni. Hann er meiddur á hné þannig við þurfum bara að bíða og sjá til,“ sagði Van Gaal.

Manchester United mætir Danmerkurmeisturum Midtjylland á útivelli í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld.

Bakvörðurinn Matteo Darmian fór úr axlarlið í síðasta leik og verður ekki með og Cameron Borthwick-Jackson er frá vegna veikinda. Þá er Marouane Fellaini einnig frá ásamt fleirum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×