Handbolti

Valurgidursugursson: Fékk hláturskast í beinni vegna íslenska fyrirliðans

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland vann í gær sinn fyrsta leik á HM í handbolta er liðið lagði Angóla að velli, 33-19. Guðjón Valur Sigurðsson átti góðan leik og kom eðlilega við sögu þegar samantekt frá leiknum var sýnd í danska ríkissjónvarpinu í gær.

Eitthvað vafðist nafn Guðjóns Vals fyrir Lars Krogh Jeppesen, fyrrum landlsiðsmanni Dana og annars þáttarstjórnanda sem vakti mikla kátínu hjá meðstjórnandanum Tinu Müller.

Guðjón Valur er þó vel þekktur í Danmörku eftir að hafa hrellt danska landsliðið margsinnis á tæpum tveimur áratugum auk þess sem hann spilaði með AG Köbenhavn við góðan orðstír á sínum tíma.

Viðbrögð Möller við þessu eru því skiljanleg og algjörlega stórkostleg, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×