Handbolti

Valur vann ÍBV örugglega

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Hólmar var í stuði í dag.
Guðmundur Hólmar var í stuði í dag.
Valur vann ÍBV örugglega í Olís-deild karla í dag, en Valsmenn voru með undirtökin frá byrjun.

Eyjamenn höfðu einungis skorað þrjú mörk eftir tuttugu mínútna leik, en staðan var þá 11-3. Valsmenn voru átta mörkum yfir í hálfleik 17-9.

Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum og lokatölur urðu 30-24.

Valsmenn fara með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar, en liðið er með jafn mörg stig og FH í 3. - 4. sæti. ÍBV er sæti neðar með sjö stig.

Markaskorarar Vals: Guðmundur Hólmar Helgason 7, Alexander Örn Júlíusson 7, Kári Kristján Kristjánsson 5, Ómar Ingi Magnússon 2, Geir Guðmundsson 2, Sveinn Aron Sveinsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Vignir Stefánsson 1, Bjartur Guðmundsson 1, Daníel Þór Ingason 1.

Markaskorarar ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 10, Einar Sverrisson 3, Hákon Daði Styrmisson 4, Andri Heimir Friðriksson 2, Agnar Smári Jónsson 1, Dagur Arnarsson 1, Svavar Kári Grétarsson 1, Guðni Ingvarsson 1, Brynjar Karl Óskarsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×