Handbolti

Valur hóf titilvörnina á sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristín skoraði sjö mörk.
Kristín skoraði sjö mörk.
Valur hóf Íslandsmeistararvörnina á sigri gegn KA/Þór í Vodafone-höllinni í Olís-deild kvenna í dag. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá.

Valsstúlkur voru betri aðilinn og voru 8-6 yfir í hálfleik og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 18-14.

Kristín Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Val, en Martha Hermannsdóttir skoraði jafn mörg fyrir KA/Þór og voru þær markahæstar.

Fram keyrði yfir Selfoss á heimavelli sínum í dag, en Fram leiddi 18-10 í hálfleik. Lokatölur urðu svo tólf marka sigur Fram, 33-21.

Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Fram, en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir lék á alls oddi í liði Selfossar og skoraði 14 mörk.

Stjarnan vann þægilegan sigur á Fylki, en staðan í hálfleik var 11-5 Garðbæingum í vil. Lokatölur urðu svo 26-18 Stjörnunni í vil.

Sólveig Lára Kjærnested skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og var markahæst hjá Stjörnunni, en Kristjana Steinarsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Fylki.

Í fjórða leik dagsins vann ÍBV nýliða ÍR örugglega, 35-24.

Valur - KA/Þór 18-14

Markaskorarar Vals: Kristín Guðmundsdóttir 7, Bryndís Wöhler 2, Sigurlaug Rúnarsdóttir 2, Jónina Líf Ólafsdóttir 2, Marija Mugosa 2, Kristín Bu 1, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1 og Ragnhildur Hjartardóttir 1.

Markaskorarar KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 7, Birta Fönn Sveinsdóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 2, Paula Chirila 1 og Arna Kristín Einarsdóttir 1.

Fram - Selfoss 33-21

Markaskorarar Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 10, Marthe Sördal 7, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Hulda Dagsdóttir 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1, María Karlsdóttir 1 og Elva Þóra Arnardóttir 1.

Markaskorarar Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 14, Carmen Palamariu 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 2 og Elena Birgisdóttir 1.

Stjarnan - Fylkir 26-18

Leikskýrsla hefur ekki borist.

ÍR - ÍBV 24-35

Markaskorarar ÍR: Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 5, Sigrún Emma Björnsdóttir 4, Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 3, Hildur María Leifsdóttir 3, Sólveig Lára Kjartansdóttir 3, Petra Waage 1, Jóhanna Björk Viktorsdóttir 1, Karen Tinna Demiah 1, Margrét Valdimarsdóttir 1 og Helena Jónsdóttir 1.



Markaskorarar ÍBV:
Díana Dögg Magnúsdóttir 7, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 6, Vera Lopez 6, Ester Óskarsdóttir 6, Telma Amado 4, Arna Þyrí Ólafsdóttir 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Elín Anna Baldursdóttir 1 og Sandra Gísladóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×