Formúla 1

Valtteri Bottas líklegur til að fara til Mercedes

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Finnski ökumaðurinn Valtteri Bottas er orðinn líklegastur samkvæmt veðbönkum til að taka tóma sætið hjá Mercedes liðinu.

Bottas er á samning hjá Williams liðinu en Mercedes skaffar liðinu vélar. Umboðsmaður Bottas er Toto Wolff, en hann er einmitt liðsstjóri Mercedes liðsins. Þau gæti því verið hæg heimatökin þar.

Bottas hefur sannað sig sem stöðugur og áreiðnalegur ökumaður. Hann gæti vel blómstrað í bíl sem getur átt mikla möguleika á að vinna keppnir.

Annar ökumaður sem þykir líklegur er Pascal Wehrlein, hann er ungstirni úr akademíu Mercedes liðsins og ók fyrir Manor liðið í ár.

Hann gæti þó hugsanlega þótt of reynslilítill. Hann kannski tekur sæti Bottas hjá Williams ef Finninn fer til Mercedes.


Tengdar fréttir

Mercedes hefur áhuga á Alonso

Eftir að heimsmeistarinn Nico Rosberg tilkynnti óvænt að hann væri hættur í Formúlu 1 er laust pláss um borð hjá Mercedes-liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×