Handbolti

Valskonur fara ósigraðar inn í nýja árið

Kristín Guðmundsdóttir var með fjögur mörk í kvöld.
Kristín Guðmundsdóttir var með fjögur mörk í kvöld. vísir/anton
Valskonur lentu í örlitlum vandræðum en unnu að lokum fjögurra marka sigur á Fjölni í Dalhúsum í kvöld en með því náðu þær þriggja stiga forskoti á Hauka á toppi deildarinnar á nýjan leik.

Fjölniskonur sem fengu stóran skell í fyrri leik liðanna á þessu tímabili náðu að halda vel í við Valsliðið og var munurinn fjögur mörk í hálfleik, 17-13, Valsliðinu í vil.

Sá munur hélst það sem eftir lifði leiks þar sem Valskonur unnu fjögurra marka sigur 29-25 í öðrum leik tólftu umferðar.

Andrea Jacobsen og Berglind Benediktsdóttir voru markahæstar í liði Fjölnis með átta mörk hvor en í liði Vals dreifðist markaskorunin betur þótt að Diana Satkausaite hafi sett átta mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×