Erlent

Valmúaræktun aldrei blómlegri

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Uppskeran í fyrra er talin hafa verið sú mesta í sögunni.
Uppskeran í fyrra er talin hafa verið sú mesta í sögunni. afp
Valmúaræktun í Afganistan hefur aldrei verið blómlegri en á síðasta ári, en úr plöntunni er hægt að vinna heróín og ópíum.

Uppskeran í fyrra er talin hafa verið sú mesta í sögunni og virðist barátta Bandaríkjamanna síðustu árin við að stemma stigu við framleiðslunni algjörlega hafa mislukkast. Í nýrri skýrslu kemur fram að heilum sjö milljörðum Bandaríkjadala hafi verið veitt í baráttuna síðustu þrettán árin en árangurinn virðist vera harla lítill, ef nokkur. Nú er talið að valmúi sé ræktaður á rúmlega 200 þúsund hektörum í landinu og hefur virði uppskerunnar aukist um helming frá árinu 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×