Menning

Valin til þátttöku í Northern Lights

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Þóra Karítas Árnadóttir
Þóra Karítas Árnadóttir
Leikararnir Jóhann G. Jóhannsson og Þóra Karítas Árnadóttur hafa verið valin til að taka þátt í Northern Lights-verkefninu á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2015. Northern Lights-verkefnið miðar að því að kynna norræna leikara fyrir alþjóðlegum leikstjórum og framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Berlín. 25 leikarar frá Norðurlöndunum voru valdir í ár til að taka þátt í verkefninu en umsóknir voru 160 talsins.



Berlinale er ein fremsta kvikmyndahátíð í heimi og leggur sérstaka áherslu á þátt leikara í kvikmyndaiðnaðnum. Northern Lights var sett á fót vegna vaxandi áhuga á norrænu sjónvarpsefni og auknum ráðningum á norrænum leikurum í alþjóðleg kvikmyndaverkefni.

Tilgangur Northern Lights-verkefnisins er að brúa bilið á milli leikara, kvikmyndaframleiðenda og leikstjóra. Stefnt er að því að Northern Lights verkefnið verði árlegt og að þar fái norrænir leikarar stuðning og tækifæri til að kynnast kollegum sínum annars staðar frá.



Verkefnið er skipulagt af norsku leikaramiðstöðinni og TMStudio í samstarfi við Norsku leikarasamtökin undir handleiðslu Norsku kvikmyndamiðstöðvarinnar og er Félag íslenskra leikara einn af samstarfsaðilum skipuleggjenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×