Innlent

Valin leikskáld Borgarleikhúss

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Salka stundaði nám í Wales.
Salka stundaði nám í Wales. Mynd/Borgarleikhúsið
Salka Guðmundsdóttir var valin leikskáld Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gær. Vigdís Finnbogadóttir, stjórnarformaður Leikritunarsjóðs, tilkynnti Sölku sem næsta leikskáld leikhússins. Fjögur leikskáld hafa þegar starfað á vegum leikritunarsjóðsins en alls sóttu 39 um starfið.

Salka er þýðandi og leikskáld og stundaði nám í Wales. Meðal verka hennar eru Súldarsker, Hættuför í Huliðsdal og Old Bessastaðir. Hún hefur meðal annars þýtt Emmu eftir Jane Austen og Hver er hræddur við Virginíu Woolf? sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×