Valentina Shevchenko tryggđi sér titilbardagann

 
Sport
04:31 29. JANÚAR 2017
Shevchenko klárar Pena.
Shevchenko klárar Pena. VÍSIR/GETTY
Pétur Marinó Jónsson skrifar

UFC hélt bardagakvöld í Denver í nótt þar sem þær Valentina Shevchenko og Julianna Pena mættust í aðalbardaga kvöldsins.

Valentina Shevchenko var örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum fyrir bardagann gegn Pena. Það er þó óhætt að fullyrða að fáir hafi giskað á sigur hjá Shevcenko eftir „armbar“ af bakinu.

Pena var talin vera sterkari í glímunni og Shevchenko sterkari í sparkboxinu. Eftir fellu frá Pena í 2. lotu ógnaði Shevchenko ágætlega af bakinu og náði að lokum glæsilegu uppgjafartaki sem neyddi Pena til að gefast upp.

Þar með tryggði hún sér titilbardaga gegn meistaranum Amöndu Nunes. Þær hafa áður mæst en þá sigraði Nunes eftir dómaraákvörðun í jöfnum bardaga.

Jorge Masvidal kom einnig á óvart þegar hann kláraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Masvidal sló Cerrone niður í 1. lotu og hefði dómarinn sennilega átt að stöðva bardagann áður en lotan kláraðist. Það tók Masvidal svo aðeins 60 sekúndur að klára bardagann í 2. lotu og tók þar með hástökk upp styrkleikalistann eftir sigurinn.

Francis Ngannou hélt áfram að hræða þungavigtina þegar hann kláraði gamla brýnið Andrei Arlovski snemma í 1. lotu. Ngannou er einn sá allra efnilegast í þungavigtinni og virðist taka stöðugum framförum en þetta var hans fimmti sigur í UFC í jafn mörgum bardögum.

Bardagakvöldið var afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Valentina Shevchenko tryggđi sér titilbardagann
Fara efst