Fótbolti

Valencia sektað út af vatnsflöskukasti áhorfenda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Suarez heldur hér um höfuð sitt þó svo flaskan hafi aldrei farið í hausinn á honum.
Suarez heldur hér um höfuð sitt þó svo flaskan hafi aldrei farið í hausinn á honum. vísir/getty
Spænska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að sekta Valencia um litlar 190 þúsund krónur eftir að áhorfandi á heimavelli liðsins kastaði vatnsflösku í leikmenn Barcelona.

Með sektinni fylgdi reyndar áminning um að ef þetta myndi endurtaka sig þá þyrfti liðið að spila fyrir framan tóman völl í framtíðinni.

Köstunni var flaskað í leikmenn Börsunga er þeir fögnuðu sigurmarki Lionel Messi á 94. mínútu í leik liðanna um síðustu helgi.

Flaskan fór vissulega í leikmenn liðsins en skaðaði þá ekki. Bæði Luis Suarez og Neymar stóðust samt ekki mátið og köstuðu sér í grasið eins og einhver hefði lamið þá með hafnaboltakylfu í bakið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×