Golf

Valdís Þóra fékk átta fugla í dag og er í frábærum málum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Myn/LET/Tristan Jones
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, er komin upp í toppbaráttuna á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki sem fram fer í Marrakech í Marokkó.

Með þessum árangri er Valdís komin með takmarkaðan keppnisrétt en um leið í frábærri stöðu til að tryggja sér fullan keppnisrétt á morgun.

Valdís átti frábæran fjórða dag þar sem hún fékk átta fugla og lék holurnar átján á sjö höggum undir pari. Hún er samtals búin að spila fyrstu fjóra dagana á ellefu höggum undir pari.

Valdís Þóra var í 17. til 21. sæti eftir flottan þriðja hring þar sem hún lék á þremur höggum undir pari.

Með því að setja saman tvo mjög góða hringi hefur hún náð að hækka sig um 19 sæti á síðustu tveimur dögum.

Valdís Þóra komst með glans í gegn niðurskurðinn en fyrir fjórða hringinn fengu 60 efstu tækifæri til þess að leika á lokahringnum á morgun. Valdís Þóra er þegar búinn að tryggja sér takmarkaðan keppnisrétt á næsta tímabili sem hefst í janúar.

30 efstu kylfingarnir fá keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni að loknum fimmta hringnum en þeir sem lenda í sætum 31. til 60. fá takmarkaðan keppnisrétt það er fá að keppa á nokkrum mótum á mótaröðinni á næsta ári.

Þetta er í fjórða sinn sem Valdís Þóra reyndir að komast inn á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu og hefur hún aldrei áður komist svona langt.

Fuglasýningin hjá Valdísi Þóru í dag:

1.hola - Par (0, -4)

2.hola - Par (0, -4)

3.hola - Fugl (-1, -5)   

4 .hola - Skolli (0, -4)

5.hola - Fugl (-1, -5)  

6.hola - Fugl (-2, -6)  

7.hola - Fugl (-3, -7)

8.hola - Par (-3, -7)

9.hola - Fugl (-4, -8)

10.hola - Par (-4, -8)

11.hola - Par (-4, -8)

12.hola - Par (-4, -8)

13.hola - Par (-4, -8)

14.hola - Fugl (-5, -9)

15.hola - Fugl (-6, -10)

16.hola - Par (-6, -10)

17.hola - Fugl (-7, -11)

18.hola - Par (-7, -11)


Tengdar fréttir

Valdís Þóra styrkti stöðu sína

Spilaði frábærlega á þriðja hring og er í sautjánda sæti á lokaúrtökumótaröðinni fyrir Evrópumótaröðina.

Valdís svaf illa vegna láta í næturklúbbi

Þó að Valdís Þóra Jónsdóttir hafi fengið frekar lítinn svefn fyrir annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó þá spilaði hún mjög vel í gær.

Valdís Þóra náði þremur fuglum í röð

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, er að standa sig mjög vel á fyrri hringnum á fjórða keppnisdeginum af fimm á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu mótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×