Innlent

Valdimar Hermannsson vill þriðja sæti Sjálfstæðisflokksins

Samúel Karl Ólason skrifar
Valdimar O. Hermansson.
Valdimar O. Hermansson.
Valdimar O. Hermannsson gefur kost á sér í þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þar verður raðað á framboðslista á fundi kjördæmaráðsins þriðja og fjórða september og verður kosið um skipan í efstu sex sætin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valdimari.

Með framboði mínu vil ég nýta reynslu þá sem ég hef aflað mér, m.a., með öflugri þátttöku á sveitarstjórnarstiginu, í rúmlega tíu ár, m.a. með setu í bæjarráði og bæjarstjórn, verið formaður landshlutasamtaka, ásamt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.

Í flokksstarfinu hef ég m.a., verið formaður í aðildarfélagi í um 10 ár, verið oddviti framboðs í Fjarðabyggð í eitt kjörtímabil, tekið þátt í innra starfi flokksins, og er nú m.a., varaformaður í stjórn kjördæmisráðs NA-kjördæmis, og sit m.a., f.h., kjördæmisins í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, ofl.

Í atvinnulífinu hef ég lengst af starfað við rekstrarstjórn, m.a., hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, en einnig í einkageiranum, starfað við verslunar- innkaupa- markaðs- og verkefnastjórnun, unnið í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, við innflutning/útflutning, og búið og starfað erlendis, á Ítalíu í 2 ár.


Þá hef ég einnig komið að nýsköpun ýmiskonar, ásamt því að stuðla að uppbyggingu atvinnulífsins.

Helstu áherslumál mín með framboði þessu myndu vera:, atvinnu- og byggðamál af öllum gerðum, heilbrigðismál, menntamál, ásamt  samgöngumálum sem skipta miklu máli fyrir alla landsmenn.

Þá hef ég einnig áhuga á, að fenginni reynslu, ábyrgð og verkaskiptingu ríkisins og sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×