Enski boltinn

Valdi sameiginlegt lið Liverpool og Everton | Aðeins 4 úr Liverpool

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það er ekkert pláss fyrir Benteke í liði Kilbane.
Það er ekkert pláss fyrir Benteke í liði Kilbane. Vísir/Getty
Kevin Kilbane, fyrrum leikmaður Everton og írska landsliðsins, valdi aðeins fjóra leikmenn úr Liverpool í sameiginlegt lið úr Bítlaborginni þegar hann var beðinn um að setja saman sterkasta liðið úr leikmannahópum Everton og Liverpool.

Kilbane sem vinnur þessa dagana sem sérfræðingur í Match of the Day-þáttunum á Englandi hafði ekkert pláss fyrir marga af dýrustu leikmönnum Liverpool, meðal annars Christian Benteke og Roberto Firminho.

Kilbane valdi varnarlínuna alla frá Everton ásamt Tim Howard, markmanni liðsins ásamt því að velja Ross Barkley og James McCarthy á miðjuna við hlið Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool.

Hann valdi hinsvegar sóknarlínuna alla frá Liverpool en hann stillti upp þeim James Milner og Philippe Coutinho fyrir aftan Daniel Sturridge en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan þar sem hann útskýrir valið.

Kevin Kilbane's Merseyside squad

"Only four Liverpool players."Do you agree with Kevin Kilbane's combined Everton Football Club and Liverpool FC selection of current players?

Posted by Match of the Day on Saturday, 3 October 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×