MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 11:33

iPhone sala dregst saman aftur

VIĐSKIPTI

Valdes til Belgíu

 
Enski boltinn
14:24 24. JANÚAR 2016
Valdes í leik međ United.
Valdes í leik međ United. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Standard Liege hefur staðfest að Victor Valdes, markvörður Manchester United, hafi gengið í raðir liðsins á lánssamningi út tímabilið standist hann læknisskoðun.

Þessi fyrrum markvörður Barcelona hefur verið í frystikistunni hjá Louis van Gaal, stjóra Manchester United, en hann kvaddi stuðningsmenn United á Twitter í vikunni. Tístið má sjá neðst í greininni.

Hann hefur einungis spilað tvo leiki á þeim tólf mánuðum sem hann hefur verið hjá United, en hann var ekki í náðinni hjá Van Gaal eftir að hann neitaði að spila varaliðsleik.

United fékk svo Sergio Romero og ungstirnið Sam Johnstone voru báðir á undan Valdes í röðinni hjá United svo hann fékk að róa á önnur mið.

Standard er í áttunda sæti deildarinnar með 31 stig, en þeir hafa spilað 22 leiki í deildinni. Átta leikir eru eftir áður en hið umtalaða umspil fer af stað í Belgíu.


Tístiđ hans Valdes:


Af Twitter-síđu Standard:

Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Valdes til Belgíu
Fara efst