Innlent

Valdefla einstæða foreldra á fjárhagsaðstoð

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Markmið verkefnisins er að valdefla bæði foreldra og börn.
Markmið verkefnisins er að valdefla bæði foreldra og börn. Vísir/Vilhelm
Borgin hefur fengið tuttugu milljóna króna styrk frá Velferðarráðuneytinu til að styðja einstæða foreldra sem fá fjárhagsaðstoð og börn þeirra með tilraunverkefninu TINNA.

Verkefnið byggist á niðurstöðum rannsóknarinnar Jaðarstaða foreldra – velferð barna sem unnin var að beiðni velferðarsviðs borgarinnar.

Ellý Alda Þorsteinsdóttir
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að börn foreldra á fjárhagsaðstoð voru verr stödd en önnur börn. Þau sátu ekki nefndum eða ráðum innan grunnskólans og þau tóku síður þátt í tómstunda- og frístundastarfi.

Gert er ráð fyrir að 15-20 einstæðum foreldrum verði vísað í verkefnið á ári hverju og byrjað verður á foreldrum í Breiðholti. „Markmiðið er að valdefla þessa einstaklinga, bæði foreldra og börn. Við viljum víkka sjóndeildarhringinn þegar fólk hugsar um mögleikana sem það hefur í lífinu og veita stuðning til að ná markmiðum,“ segir Ellý Alda Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×