Handbolti

Val og Gróttu spáð Íslandsmeistaratitlum

Henry Birgir Gunnarsson á Nordica skrifar
Íslandsmeisturum ÍBV er aðeins spáð fimmta sæti í deildinni.
Íslandsmeisturum ÍBV er aðeins spáð fimmta sæti í deildinni.
Val og Gróttu var í dag spáð Íslandsmeistaratitli í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna í Olís-deildunum í handbolta.

Valur fékk yfirburðaspá í karladeildinni en aðeins munaði einu stigi á Gróttu og Fram í kvennadeildinni.

Víkingi er síðan spáð öruggum sigri í 1. deild karla.

Það er búið að fjölga í Olís-deild karla en þar spila nú tíu lið og verður átta liða úrslitakeppni. Einnig verður átta liða úrslitakeppni í kvennadeildinni.

Eitt lið fer beint upp úr 1. deildinni en liðin í sætum tvö til fimm munu berjast um hitt sætið í úrvalsdeild.

Spá Olís-deild karla:

1. Valur 304 stig

2. Haukar 288

3. FH 266

4. Akureyri  234

5. ÍBV  214

6. ÍR  170

7. Afturelding  163

8. Fram  141

9. Stjarnan 98

10. HK  72

Spá Olís-deild kvenna:

1. Grótta   399 stig

2. Fram  398

3. ÍBV  363

4. Stjarnan  337

5. Haukar  264

6. Valur  244

7. Fylkir  226

8. HK  148

9. FH  140

10. Selfoss  131

11. KA/Þór 99

12. ÍR 59

Spá 1. deild karla:

1. Víkingur  265 stig

2. Selfoss  263

3. Grótta  256

4. Fjölnir  214

5. KR  182

6. ÍH  169

7. Hamrarnir  147

8. ÍF Milan  117

9. Þróttur 88




Fleiri fréttir

Sjá meira


×