Innlent

Vakta hringveginn í nótt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Notast hefur verið við gröfur í dag til að búa til varnargarð ofan við Þjóðveg 1 rétt ofan við Kirkjubæjarklaustur.
Notast hefur verið við gröfur í dag til að búa til varnargarð ofan við Þjóðveg 1 rétt ofan við Kirkjubæjarklaustur. Vísir/Friðrik Þór
„Það hafa myndast töluvert stórar ár sem renna bæði til austurs og vesturs meðfram veginum.“ segir Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi. Víðir var viðmælandi Kristjáns Más Unnarssonar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Við höfum gripið til ráðstafana og undirbúið lokun á veginum þegar að dimmir. Munum gera það ef þörf krefur.“

Minni bílar fá að aka sem leið liggur á þjóðveginum en Víðir og félagar munu fylgja stærri flutningabílum í gegnum svæðið. Talið er að rennsli hafi náð hámarki.

„Mér skilst á vatnamælingamönnum að toppurinn sé kominn hingað niður. Enda sjáum við hér að það skiptir metrum hvað vatnið hefur lækkað,“ segir Víðir. Hins vegar taki lengri tíma fyrir vatnið að komast í gegnum hraunið og þar eigi því enn eftir að koma toppurinn hvað varði straum vatns úr hrauninu.

Viðtal Kristjáns Más við Víði má sjá í spilaranum hér að neðan.

 


Tengdar fréttir

Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af

Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×