Vaka kynnir frambjóđendur sína til Stúdentaráđs

 
Innlent
09:23 23. JANÚAR 2016
Nem­end­ur kjósa full­trúa á sínu frćđasviđi til setu í Sviđsráđi sviđsins og sitja fulltrúar allra sviđa svo saman í 27 manna Stúdentaráđi.
Nem­end­ur kjósa full­trúa á sínu frćđasviđi til setu í Sviđsráđi sviđsins og sitja fulltrúar allra sviđa svo saman í 27 manna Stúdentaráđi. VÍSIR/ERNIR

Vaka, fé­lag lýðræðissinnaðra stúd­enta við Há­skóla Íslands, hef­ur kynnt frambjóðend­ur sína til Stúd­entaráðs, en kosn­ing­ar fara fram dagana 3. og 4. fe­brú­ar næstkomandi.

Nem­end­ur kjósa full­trúa á sínu fræðasviði til setu í Sviðsráði sviðsins og sitja fulltrúar allra sviða svo saman í 27 manna Stúdentaráði. Fimm full­trú­ar sitja í hverju sviðsráði ef frá er talið Fé­lags­vís­inda­svið, þar sem sitja sjö.

Í tilkynningu frá Vöku segir að félagið vilji tryggja betri kennsluhætti í skólanum, bæta aðgengi að námsefni og að fram fari heildarendurskoðun á LÍN. „Allar byggingar háskólasvæðisins eiga að vera aðgengilegar, t.d. þarf varanlegan ramp á Stúdentakjallarann, það þarf að bæta tengsl Háskólans við atvinnulífið og telur Vaka að flytja eigi sjúkrapróf til janúarmánaðar. Hér eru þó einungis að finna brotabrot af þeim málefnum sem Vaka mun berjast fyrir.“

Fram­boðslist­ar Vöku 2016-2017:
Fé­lags­vís­inda­svið:

 1. Birkir Grétarsson - Stjórnmálafræði
 2. Sigmar Aron Ómarsson - Lögfræði
 3. Guðbjörg Lára Másdóttir - Stjórnmálafræði
 4. Ingileif Friðriksdóttir - Lögfræði
 5. Vilborg Ásta Árnadóttir - Viðskiptafræði
 6. Eva Björk Jóhannsdóttir - Hagfræði
 7. Torfey Rós Jónsdóttir - Félagsráðgjöf

Heil­brigðis­vís­inda­svið:

 1. Sunneva Björk Gunnarsdóttir - Hjúkrunarfræði
 2. Sigríður Sissa Helgadóttir - Sálfræði
 3. Lilja Dögg Gísladóttir - Læknisfræði
 4. Jón Viðar Pálsson - Sálfræði
 5. Selma Jónsdóttir - Lyfjafræði

Hug­vís­inda­svið:

 1. Steinar Sigurjónsson - Heimspeki
 2. Kristjana Ingvadóttir - Sagnfræði
 3. Rizza Fay Elíasdóttir - Enska
 4. Tómas Ingi Shelton - Sagnfræði
 5. Lucia Escamilla Gonzalez - Enska

Menntavís­inda­svið:

 1. Jónína Sigurðardóttir - Uppeldis- og menntunarfræði
 2. María Björk Einarsdóttir -  Grunnskólakennarafræði
 3. Lilja Sif Bjarnadóttir - Grunnskólakennarafræði
 4. Jón Vilberg Jónsson - Uppeldis- og menntunarfræði
 5. Rakel Guðmundsdóttir - Tómstunda- og félagsmálafræði

Verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­svið
 1. Anna Rut Arnardóttir - Vélaverkfræði
 2. Íris Hauksdóttir - Líffræði
 3. Ragnheiður Björnsdóttir - Umhverfis- og byggingarverkfræði
 4. Hörður S. Óskarsson - Jarðfræði
 5. Marta Sól Alexdóttir - Lífefna og sameindalíffræði


Frambjóđendur Vöku.
Frambjóđendur Vöku. MYND/VAKA


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

 • Nýjast á Vísi
 • Mest Lesiđ
 • Fréttir
 • Sport
 • Viđskipti
 • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Vaka kynnir frambjóđendur sína til Stúdentaráđs
Fara efst