Enski boltinn

Uxinn skaut Arsenal í átta liða úrslitin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain skoraði bæði.
Alex Oxlade-Chamberlain skoraði bæði. vísir/getty
Alex Oxlade-Chamberlain var hetja Arsenal í kvöld þegar hann skaut liðinu í átta liða úrslit enska deildabikarsins.

Arsenal marði B-deildarlið Reading, 2-0, á Emirates-vellinum í kvöld en Uxinn, eins og hann er kallaður, skoraði fyrra markið á 34. mínútu í fyrri hálfleik.

Vængmaðurinn ungi var aftur á ferðinni á 78. mínútu þegar hann tvöfaldaði forskot Arsenal en fleiri mörk voru ekki skoruð. Lokatölur, 2-0, og lærisveinar Jaap Stam úr leik.

Skyttur Arsene Wenger eru nú taplausar í tólf leikjum í röð í öllum keppnum eða síðan liðið tapaði 4-3 fyrir Liverpool á heimavelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Það komst aftur á sigurbraut í kvöld eftir að gera markalaust jafntefli við Middlesbrough í úrvalsdeildinni um helgina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×