Erlent

Útvörpuðu klámi í hátalarakerfi: Allt hverfið neyddist til að hlusta

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Yfirvöld hafa fordæmt verknaðinn.
Yfirvöld hafa fordæmt verknaðinn. vísir/creative commons
Hljóðum úr klámmynd var útvarpað í opinberu hátalarakerfi í íbúðarhverfi í Kastamonu-héraði í Tyrklandi. The Independent greinir frá

Hljóðkerfið sem um ræðir samanstendur af hátölurum sem staðsettir eru utandyra og ómuðu óhljóðin um hverfið með miklum hljóðstyrk. Myndband hefur verið birt á Youtube þar sem hlátrasköll íbúa heyrast á meðan kynlífshljóðin óma í bakgrunninum. 

Yfirvöld hafa fordæmt atvikið en talið er að óprúttnir aðilar hafi brotist inn á tíðni kerfisins og þannig náð að útvarpa hljóðunum.

Sveitarstjóri Kastamonu-héraðs, Tashin Babaş, sagði á Facebook að verknaðurinn hefði verið til þess fallinn að „ögra á dónalegan hátt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×