Innlent

Útvarpsgjald hækkar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Útvarpsgjald hækkar um fjögur hundruð krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017.
Útvarpsgjald hækkar um fjögur hundruð krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017. Vísir/Ernir
Útvarpsgjald hækkar um fjögur hundruð krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017. Í frumvarpinu er lagt til að útvarpsgjaldið verði hækkað úr 16.400 krónum í 16.900 krónur eða sem nemur 2,2% vegna almennra verðlagsbreytinga milli áranna 2016 til 2017.

Útvarpsgjaldið er einn af fjórum skilgreindum tekjustofnum Ríkisútvarpsins. Greiðendur útvarpsgjalds eru tekjuskattsskyldir einstaklingar og lögaðilar.

Alls er áætlað að viðbótartekjur af hækkun útvarpsgjaldin séu um 90 milljónir króna árlega.


Tengdar fréttir

Vegabréf hækka um 20 prósent

Gjöld fyrir útgáfu vegabréfa hækka um 20 prósent samkvæmt frumvarpi til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps næsta árs.

Framlög til þjóðkirkjunnar aukast

Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×