Lífið

Útvarps þátturinn Kronik snýr aftur eftir um 10 ára hlé

Stefán Árni Pálsson skrifar
Róbert og Benni-Bruff
Róbert og Benni-Bruff
Útvarps þátturinn Kronik mun snúa aftur á öldum ljósvakans laugardaginn 26. nóvember eftir um 10 ára hlé.  Þátturinn hóf göngu sína á X-inu 1993 og eins og flestir kannski muna þá sérhæfði þátturinn sig í hip hop og rap tónlist og ruddi veginn fyrir íslensku hip hop og rap senunni.

Umsjónar menn þáttarins eru Róbert Aron Magnusson og Benedikt Freyr Jónsson en í hverri viku þá munu þeir fá til sín góða gesti og gesta plötsnúða.  Þátturinn verður á hverjum laugardegi frá kl 17-19 og mun Robbi spila nýja hip hop tónlist í bland við gamla ásamt, Dancehall og Grime og annað skemmtilegt. 

Hiphop senan á Íslandi er á mikilli siglingu því hefur verið vöntun fyrir þátt sem þennan, en þátturinn mun sinna henni ásamt því að fjlalla um það sem er að gerast úti hinum stóra heimi.  

Einnig mun þátturinn bjóða uppá smá nýbreytini að hann verður í beinni sjónvarpsútsendingu og má því fyljgast með á netinu hvað er í gangi í studeo-inu hverju sinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×