Viðskipti erlent

Úttektir úr olíusjóði Norðmanna aukast

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Norskur borpallur.
Norskur borpallur. vísir/getty
Úttektir Norðmanna úr olíusjóði landsins jukust í síðasta mánuði um 700 milljónir norskra króna. Alls voru 7,4 milljarðar norskra króna teknir úr sjóðnum í síðasta mánuði eða sem nemur um 113 milljörðum íslenskra króna. Frá þessu er sagt af Bloomberg.

Sjóðurinn gengur undir heitinu Eftirlaunasjóður ríkisins. Það sem af er ári hafa rúmlega tuttugu milljarðar norskra króna verið teknir úr sjóðnum. Það er umfram áætlanir en gert hafði verið ráð fyrir að ársúttekt myndi nema um áttatíu milljörðum.

Nauðsynlegt hefur verið að seilast í sjóðinn í kjölfar lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu.

Þrátt fyrir úttektirnar nú sér vart högg á vatni en í árslok 2015 voru innistæður sjóðsins 7.670 milljarðar norskra króna. Það er andvirði rúmlega 117 billjarða íslenskra króna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×