Fótbolti

Útnefning Messi kom Blatter á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sepp Blatter, forseti FIFA, segist ekki hafa átt von á því að Lionel Messi, fyrirliði Argentínu, hlyti Gullbolta HM í Brasilíu.

Messi var útnefndur besti leikmaður keppninnar eftir að lið hans tapaði fyrir Þýskalandi í úrslitaleiknum á sunnudagskvöld.

„Það kom mér örlítið á óvart,“ sagði Blatter en telur að hann hafi fengið verðlaunin fyrir þau fjögur mörk sem hann skoraði í riðlakeppninni.

Landi Messi, Diego Maradona, taldi að James Rodriguez frá Kólumbíu hefði átt skilið að fá verðlaunin og sagði að markaðsöfl hefðu verið ráðandi í ákvörðun FIFA.

Það er sérstök tækninefnd sem velur hverjir hljóta einstaklingsverðlaun á HM en í henni sitja þrettán aðilar sem fylgjast með leikjunum og frammsitöðu leikmanna.


Tengdar fréttir

Messi valinn besti leikmaðurinn á HM

Lionel Messi fékk Gullboltann fyrir að vera besti leikmaður HM í Brasilíu. Þetta var tilkynnt eftir úrslitaleik Þýskalands og Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×