Innlent

Útlit fyrir 20 stiga hita

Samúel Karl Ólason skrifar
Von er á góð verðri um næstu helgi.
Von er á góð verðri um næstu helgi. Mynd/Veðurstofa Íslands
Útlit er fyrir að hiti nái 20 stigum í flestum landshlutum seinni hluta vikunnar. Hlýna mun hægt út vikuna samkvæmt Veðurstofu Íslands. Í dag verður hæg suðaustlæg eða breytileg átt á landinu, en 8-13 m/s á Snæfellsnesi fram að hádegi. Þá er búist við því að rigna muni vestanlands í dag.

Víða um landið eru líkur á  síðdegisskúrum og spáir Veðurstofan 7-14 stiga hita í dag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast í uppsveitum S-lands.

Á þriðjudag:

Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og skýjað með köflum, en bjart um landið N-vert. Hiti 10 til 16 stig.

Á miðvikudag:

Sunnankaldi og dálítil væta við V-ströndina, en annars hæg suðlæg átt og bjartviðri. Hlýnar í veðri.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Breytileg átt 3-8 m/s, bjart með köflum og áfram hlýtt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×