Tíska og hönnun

Útivistarlínan Snow Blind engu öðru lík

Marín Manda skrifar
Mundi Vondi
Mundi Vondi
Mundi Vondi fatahönnuður í samstarfi við 66°Norður hannar nýja línu sem kemur á markað í mars.



„Þemað er svolítið tengt framtíðar-súrrealisma eða þessum heimi sem ég hef verið að vitna í. Þetta er eins konar sjálfstætt framhald af sama söguþræðinum,“ segir Guðmundur Hallgrímsson fatahönnuður þegar talið berst að samstarfi hans við útivistarmerkið 66°Norður.

Nýja fatalínan, Snow Blind, var kynnt á RFF í fyrra og er nú væntanleg í verslanir 66°Norður í mars og verður seld í takmörkuðu upplagi. „Að gera útivistarfatnað er örlítið hægara tækniferli en gengur og gerist. Útkoman er skemmtileg blanda af þessari tækni sem þau nota og minni sýn, sem er meira á brúninni í hönnun,“ útskýrir Guðmundur, sem gengur undir nafninu Mundi vondi.

Mundi flutti til Berlínar í fyrra í von um að uppfylla draum sinn sem tölvuleikjahönnuður. Hann hefur nú stofnað tölvuleikjafyrirtækið Klang ásamt öðrum og segist ætla að taka sér örlitla pásu frá fatahönnuninni. Þrátt fyrir það tekur hann þátt í hönnunarsýningunni The Weather Diaries í Frankfurt ásamt fleiri íslenskum hönnuðum. Sýningin verður haldin í mars.

Mundi vondi fatahönnuður er sáttur við samstarfið við 66°Norður.
Mundi Vondi
RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×