Innlent

Útigangsmaður braust inn á stigagang og bað íbúa um að fróa sér

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögregla hefur áður þurft að hafa afskipti af manninum.
Lögregla hefur áður þurft að hafa afskipti af manninum. Vísir/Eyþór
Lögregla varð að hafa afskipti af útigangsmanni, sem fór í óleyfi inn á stigagang í fjölbýli á Lindagötu í nótt. Maðurinn beraði sig fyrir íbúa og bað hana um að fróa sér, en íbúinn hringdi á lögregluna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er maðurinn góðkunningi lögreglunnar og hefur hún áður haft afskipti af honum vegna innbrots í íbúð á sama stað. Mbl.is greinir frá því að maðurinn hafi ítrekað valdið íbúum fjölbýlisins ónæði, undanfarnar vikur.

Hann hafi til að mynda vakið íbúana upp á nóttunni með því að ýta á dyrabjöllurnar í von um að einhver hleypi sér inn í sameignina. Íbúarnir hafi rætt sín á milli og sammælst um að hleypa ekki ókunnugum inn í sameignina, en sumir þeirra óttast að mæta umræddum manni seint á næturnar.

Í gærnótt hafi ung kona svo mætt manninum í sameigninni, en hann hafi legið út í horni, strokið sér og beðið hana um að „hjálpa sér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×