MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 11:30

Einstök liđsuppstilling í 118 ára sögu Barcelona

SPORT

Útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi lokar

 
Viđskipti innlent
22:33 15. FEBRÚAR 2017
Húsnćđiđ á Kirkjusandi er illa fariđ vegna myglusvepps.
Húsnćđiđ á Kirkjusandi er illa fariđ vegna myglusvepps. FRÉTTABLAĐIĐ/PJETUR

Þann 20. febrúar næstkomandi munu útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi og Suðurlandsbraut sameinast og kveður bankinn þá höfuðstöðvar sínar á Kirkjusandi. Nýtt útibú opnar svo á Suðurlandsbraut þann 10. apríl og mun heita Laugardalur.

Höfuðstöðvar bankans verða svo í Norðurturninum í Kópavogi, eins og greint var frá í fyrra, en mygla er í húsnæðinu á Kirkjusandi. Fannst hún á fjórum hæðum bankans og lá djúpt í steypu útveggja.

Í frétt á vef bankans í dag segir að Laugardalsútibúið verði stærsta útibú bankans. Hönnun þess tekur mið af aukinni áherslu Íslandsbanka á ráðgjöf við bæði einstaklinga og fyrirtæki. Útibússtjóri er Björn Sveinsson og aðstoðarútibússtjórar Vilborg Þórarinsdóttir og Þórður Kristleifsson.

Á meðan á framkvæmdum stendur er viðskiptavinum útibúa Kirkjusands og Suðurlandsbrautar boðið upp á 2. og 3. hæð á Suðurlandsbraut 14. Þá bendir bankinn jafnframt á þjónustu annarra útibúa úti á Granda, Höfða, Norðurturni og sjálfsafgreiðslu í Kringlunni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Útibú Íslandsbanka á Kirkjusandi lokar
Fara efst