Erlent

Útgöngubanni aflétt í Sierra Leone

Læknir borinn til grafar í Síerra Leone.
Læknir borinn til grafar í Síerra Leone. Vísir/AFP
Þriggja daga útgöngubannni sem sett var á í Afríkuríkinu Sierra Leone vegna ebólufaraldursins sem þar geisar er lokið. Yfirvöld segja að bannið hafi skilað árangri og að það verði ekki framlengt.

Landið hefur orðið einna verst úti í faraldrinum en þar hafa tæplega 600 manns látið lífið síðustu vikurnar. Í gær smitaðist prestur frá Spáni í landinu og var honum þegar flogið í herflugvél til Madrídar þar sem hann mun gangast undir meðferð.

Þó er ástandið enn verra í Líberíu þar sem um helmingur þeirra 2600 einstaklinga sem þegar hafa látist bjó. Þar var í morgun tilkynnt um mikla fjölgun sjúkraskýla og hafa rúm fyrir ebólusjúklinga nú fjórfaldast á síðustu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×