Erlent

Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Borgarstjóri Baltimore, Stephanie Rawlings Blake hefur sett útgöngubann í borginni.
Borgarstjóri Baltimore, Stephanie Rawlings Blake hefur sett útgöngubann í borginni. vísir/getty
Neyðarástandi var í gærkvöldi lýst yfir í Bandarísku stórborginni Baltimore. Ólæti hafa verið í borginni allt frá 19. apríl þegar 25 ára gamall blökkumaður, Freddie Gray, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Sjá einnig: Hörð átök í Baltimore

Hann hafði slasast á mænu þegar lögreglan handtók hann nokkru fyrr. Gray var borinn til grafar í gær og eftir útförina brutust út miklar óeirðir. Kveikt hefur verið í byggingum og fimmtán lögreglumenn eru sárir.

Borgarstjóri Baltimore, Stephanie Rawlings Blake hefur sett útgöngubann í borginni sem gildir að minnsta kosti í viku og er íbúum því skylt að halda sig innandyra frá tíu á kvöldin og til fimm á morgnanna. Allt að fimmþúsund þjóðvarðliðar eru einnig á leið til borgarinnar til að aðstoða lögreglu.

Sjá einnig: Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn

Hér að neðan má sjá myndbönd af ástandinu sem og beina útsendingu frá sjónvarpstöðinni Sky News.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×