Erlent

Útganga úr ESB efnahagslegt stórslys

Þórdís Valsdóttir skrifar
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er meirihluti Breta andvígur því að ganga úr ESB.
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er meirihluti Breta andvígur því að ganga úr ESB. vísir/EPA
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir að gangi Bretland úr Evrópusambandinu (ESB) muni skapast meiriháttar efnahagsleg vandamál.

„Ef við kjósum að ganga úr sambandinu munum við finna fyrir efnahagslegum áhrifum þess án tafar og áralangri óvissu,“ sagði Blair og bætti við að áhrifin muni sjást beint á atvinnu fólksins í landinu og lífskjörum.

Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir The Observer meðal hagfræðinga kom fram að 88 prósent þeirra sem svöruðu telja að kjósi Bretar að ganga úr ESB muni það hafa skaðleg áhrif á efnahag landsins. Hagfræðingarnir svöruðu því að mikil óvissa gæti skapast innan hagkerfisins sem myndi leiða til minnkandi fjárfestinga.

Kosið verður um áframhaldandi aðild Bretlands að ESB þann 23. júní næstkomandi.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×